spot_img
HomeFréttirArgentína í góðum málum

Argentína í góðum málum

16:37
{mosimage}
(Andrés Nocioni var stigahæstur Argentínumanna)

Argentína vann góðan sigur á Króötum í dag og eru þar með komnir í slaginn um sæti í 8- liðaúrslitum. Litháen er sem fyrr í efsta sæti A- riðils með 6 stig en þar á eftir koma Króatar og Argentína með 5 stig.


Argentína náði snemma tökum á leiknum og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 21-13. Króatar voru varla með sjálfum sér í öðrum leikhluta og Argentínumenn gjörsamlega völtuðu yfir þá og leiddu í hálfleik með 40-22.
Áfram héldu Argentínumenn að leiða þrátt fyrir að Króatar reyndu að klóra í bakkann en allt kom fyrir ekk og Argentína vann góðan sigur 77-53.

Andrés Nocioni var stigahæstur hjá Argentínu með 18 stig og 8 fráköst en hjá Króatíu voru nafnarnir Marko Tomas og Marko Banic stigahæstir með 9 stig hvor.

Í B-riðli eru Bandaríkin og Spánn efst með 6 stig, Þýskaland, Grikkland og Kína hafa 4 stig og Angola er á botninum með 3.

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -