spot_img
HomeFréttirÖruggir sigrar í 8-liða úrslitum kvenna á Ól

Öruggir sigrar í 8-liða úrslitum kvenna á Ól

22:10

{mosimage}

Lijie Miao skoraði mest allra í dag 

Átta liða úrslit körfuboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum fór fram í dag og má segja að úrslit allra leikja hafi verið eftir bókinni og öruggir sigrar eftir því. Í undanúrslitum eiga fjórar heimsálfur hver sinn fulltrúa.

Kína sigraði Hvíta Rússland 77-62 í fyrsta leik dagsins þar sem Lijie Miao var stigahæst kínversku stúlknanna með 28 stig.

Kínverjar mæta Áströlum í undanúrslitum en áströlsku stúlkurnar sigruðu Tékka 76-46 og var Laruen Jackson stigahæst eins og oft áður, nú með 17 stig.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Bandaríkin og Rússland. Bandarísku stúlkurnar gjörsigruðu Suður Kóreu 104-60 og skoraði Sylvia Fowles 26 stig fyrir þær bandarísku.

Rússar sigruðu svo Spánverja en þessi lið áttust einmitt við í úrslitum Evrópumótsins á Ítalíu í fyrra. Leikar fóru 84-65 í dag og skoraði Tatiana Shchegoleva 19 stig fyrir Evrópumeistarana.

Undanúrslitaleikirnir fara fram á fimmtudagskvöldið að kínverskum tíma.

[email protected]

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -