10:31
{mosimage}
(Sarunas Jasikevicius var drjúgur fyrir Litháa)
Leikur Kína og Litháens var fínasta skemmtun framan af leik þótt vissulega hafa verið spilaðaðir áferðafegurri körfuknattleiksleikir. Litháar gerðu allt samkvæmt bókinni og sigruðu örugglega 94-68 og mæta því Spáni í undanúrslitum.
Líkt og áður í mótinu voru Kínverjar fínir framan af leik. Fyrsti leikhluti var jafn og þrátt fyrir að Litháen hafi leitt eftir leikhlutan þá var það ekki fyrr en undir restina sem þeir komust yfir og leiddu 19-17 eftir hann.
Strax í öðrum leikhluta fór að halla undan fæti hjá Kína og virtist ekkert ganga upp hjá þeim á meðan Litháen hélt sínu striki. Litháen leiddi í hálfleik með 11 stigum 41-30.
Það var sömu sögu að segja um þriðja leikhlutann. Litháar héldu áfram að auka muninn og náðu mest 17 stiga mun. Linaz Kleiza sem hefur staðið sig vel hjá Litháen hrökk í gang eftir að hafa aðeins skorað 2 stig í fyrri hálfleik og Sarunas Jasikevicius var kominn með 20 stig. Yao Ming var allt í öllu hjá Kína og þegar þriðja leikhluta lauk var hann kominn með 17 stig.
Litháen leiddi með 17 stigum eftir leikhlutann 70-53 og aðeins formsatriði fyrir þá að klára fjórða leikhluta.
Litháar héldu áfram auka muninn í fjórða leikhluta og náðu mest 26 stiga forystu. Lokatölur urðu 94-68 og var Sarunas Jasikevicius stigahæstur Litháa með 23 stig.
Hjá Kína var Yao Ming stigahæstur með 19 stig.
Seinna í dag verður sýnd upptaka frá leik Bandaríkjanna og Ástrala.
Mynd: fiba.com



