21:11
{mosimage}
Bjarni K. Árnason sem leikið hefur með Þór á Akureyri undanfarin ár er á leið í Hauka í 1. deildinni. Þetta staðfesti Bjarni við karfan.is.
Bjarni sagði við karfan.is að hann hafi ætlað að leika með Þórsurum í vetur og stunda nám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. Það nám var svo lagt niður og hann varð því að leita á náði Háskóla Íslands og finna sér nýtt lið. Hann telur þetta vera gott skref fyrir hann, hann reiknar með að fá meiri spilatíma með Haukum en hann hefði fengið með Þór.
Bjarni hefur leikið 32 leiki með Þór í Úrvasldeild og skorað 21 stig.
Mynd: [email protected]



