![]() |
| Þessum unga manni varð ekki að ósk sinni |
Lið Oklahoma City (fyrrum Seattle Supersonics) mun þann 3. Sept tilkynna nýtt útlit og liti liðsins ásamt því að gefa upp nýtt eftirnafn á liðinu. Auk þessa mun nýtt merki liðsins verða upplýst. Eins og kunnugt er þá fluttu eigendur liðs Seattle Supersonics lið sitt frá borginni eftir að samkomulag um nýja höll fyrir liðið náðist ekki við stjórnvöld borgarinnar. Eigendur liðsins hafa nú þegar sótt um einkaleyfi fyrir nöfnunum: Thunder, Energy, Wind, Marshalls, Barons og Bison, þannig að líklegt þykir að eitt þessara verði fyrir valinu. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd eru: Cowboys, Bandits, Bombers, Twister og Tornados.




