
Páll Kristinsson framherji Grindvíkinga mun þurfa að taka sér frí frá þjálfun næstu 2 vikur eftir að í ljós hefur komið að hann er með brákað rifbein.
„Ég fékk högg í síðuna í leiknum gegn KR í Ljósanæturmótinu og hef verið svona hálf aumur síðan. Ég hélt að þetta væri svo bara orðið gott og skellti mér á æfingu en þar fann ég svo aftur fyrir þessu þegar átökin hófust þannig að ég renndi við hjá lækni sem ráðlagði mér að taka mér frí frá æfingum.“ sagði Páll í samtali við Karfan.is. Páll spilaði ekki síðasta leik Grindavíkur gegn Keflavík, en eins og flestir vita stóðu Grindvíkingar uppi sem sigurvegarar í mótinu.



