spot_img
HomeFréttirUmfjöllun leikinn í dönskum fjölmiðlum

Umfjöllun leikinn í dönskum fjölmiðlum

9:51

{mosimage}

Nú styttist í alvöruna, í kvöld mæta Íslendingar – Dönum í B deild Evrópukeppni karla í kvöld kl 20:45 í Laugardalshöll, strax á eftir landsleik Íslands og Skotlands í fótbolta. Það er því um að gera fyrir fólk að gera sér ferð í Laugardalinn í kvöld og hrópa „Áfram Ísland“ í 4 tíma.

Andstæðingar Íslands í körfuboltanum í kvöld, Danir, eru að undirbúa sig á fullu fyrir leikinn, þeir töpuðu á laugardag á heimavelli gegn Austurríki og ætla sér eflaust sigur í kvöld.

Á heimasíðu dönsku sjónvarpsstöðvarinnar DK4 má finna viðtöl og umfjöllun um landsliðið en stöðin sendir mann með liðinu hvert sem það fer og sýnir leiki þeirra beint til Danmerkur. Á síðunni má finna viðtal við þjálfara liðsins,  Allan Foss, einnig við Chris Christofferson sem oftast er kallaður Big C en hann spilaði ekki með gegn Austurríki en reiknað er með að hann verði leikfær í kvöld.

Þá má finna viðtöl við Sigurð Ingimundarson og Jón Arnór Stefánsson auk þess sem þarna eru myndir úr æfingaleikjum Dana frá því í Eistlandi fyrir skömmu.

Svo maður endi þetta á persónulegu nótunum, það væri ekkert betra en að vakna í fyrramáli og sjá að Ísland hefur sigrað Danmörk, í fyrsta skipti frá því að undirritaður flutti til Danmerkur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -