10:58
{mosimage}
Þriðji landsleikur íslenska A-landsliðsins verður í kvöld þegar það mætir liði Svartfjallalands og samkvæmt heimasíðu KKÍ hefur Ísland aldrei sigrað lið frá gömlu Júgóslavíu.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í Laugardalshöll.
Í grein sem tekin var saman fyrir KKÍ segir:
Íslenska karlalandsliðið ræst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar liðið tekur á móti gríðarlega sterku og hávöxnu liði Svartfellinga í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslensku landsliðsmennirnir geta endurskrifað íslenska körfuboltasögu með sigri í leiknum því A-landslið karla hefur aldrei náð að vinna þjóð frá gömlu Júgóslavíu. Leikurinn í kvöld sem hefst klukkan 19.15, verður 10. leikur Íslands við Júgóslavíu eða aðrar þjóðir sem mynduðu gömlu Júgóslavíu.
Hægt er að lesa greinina í heild sinni á www.kki.is
Mynd: [email protected]



