23:03
{mosimage}
(Friðrik í baráttunni við Svartfjallaland í kvöld)
Friðrik Stefánsson var ekki sáttur með leikinn í kvöld “ Maður getur ekki verið ánægður með það að tapa. Það er örugglega eitthvað sem við vorum að gera vel og hellingur sem við vorum að gera illa”.
Svartfjallaland hefur á að búa hrikalega tröllvöxnu liði en Friðrik vildi ekki meina að það væri stærðin sem færði þeim þennna sigur. “ Það er miklu meira en bara tröllin sem eru að drepa okkur. Þeir eru örugglega himinlifandi með varnarleikinn sinn og þeir stjórnuðu þessum leik alveg frá fyrstu mínútu. Það sáu það allir og þó að við kæmum með einhver áhlaup þá virtist það ekki duga neitt”. Friðrik vildi meina að það hefði vantað mikið uppá spilamennsku íslenska liðsins í kvöld. “ Ég er svolítið fúll út í sjálfan mig og okkur að við getum ekki mætt með meiri krafti í þetta, eins og á móti Dönunum um daginn”.
Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]



