spot_img
HomeFréttirÞórsarar í Þorlákshöfn fá liðsstyrk

Þórsarar í Þorlákshöfn fá liðsstyrk

12:57

{mosimage}

Elvar Guðmundsson 

Lið Þórs í Þorlákshöfn hefur fengið tvo nýja leikmenn og sagði Bjarni Magnússon þjálfari þeirra  í spjalli við karfan.is að nú væri hópurinn að verða fullmannaður.

Leikmennirnir eru þeir Mark Woodward sem lék með Þór á Akureyri veturinn 2005-06 og Elvar Guðmundsson sem er uppalinn hjá ÍR.

Bjarni þjálfari sagði að liðið hafi ákveðið að fá Mark þar sem Grétar Ingi Erlendsson hefur ekkert getað æft með liðinu í sumar og er á leið í aðgerð og ekki ljóst hvenær hann verður klár. Það hafi því vantað miðherja í liðið með hæð og styrk auk reynslu.

Þá sagði Bjarni að sér litist vel á að fá Elvar til liðs við félagið og þá sagði hann að von væri á einum ungum og efnilegum á æfingu í kvöld og miklar líkur á að hann myndi skipta til þeirra.

Bjarni taldi þar með að liðið væri fullskipað fyrir veturinn og vel samkeppnishæft við önnur lið í deildinni.

Elvar sagði í samtali við karfan.is að hann væri búinn að ákveða að rétta skrefið fyrir hann væri að fara í 1. deildina þó það sé erfitt að fara frá öllum félögunum í ÍR. Hann segist þurfa að fá að spila meira en hann sér fram á að fá í ÍR. Hann segist trúa að Þór verði með fínt lið í vetur og eigi eftir að koma mönnum á óvart og valda usla í deildinni.

[email protected]

Mynd: www.ir-karfa.is

 

Fréttir
- Auglýsing -