22:55
{mosimage}
(Isom sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld)
Þór Akureyri og Stjarnan mættust í spennuleik á Akureyri í kvöld þegar liðin börðust í Poweradebikarnum. Þórsarar voru sterkari á endasprettinum í kvöld og eru því komnir áfram og því má Stjarnan enn eina ferðina sjá undir hælana á Þór minnugir þess að hafa misst sætið í úrslitakeppninni í fyrra upp í hendurnar á Þórsurum í lokaumferð Iceland Express deildarinnar. Lokatölur í viðureign liðanna í kvöld voru 98-94 Þór í vil.
Í fyrsta leikhluta var mjög jafnt og hvorugt liðinu tókst að taka afgerandi forystu, en fyrsta leikhluta verður þó minnst fyrir skotsýningu Cedric Isom sem setti niður fjórar þriggja stiga körfur og var hreint óstöðvandi. Þrátt fyrir góðan leik hjá Cedric náðu Stjörnumenn forystu undir lok leikhlutarins og leiddu því með tveimur stigum þegar leikhlutinn var búinn, 28-30. Staðan í hálfleik var svo 56-55 Þór í vil.
Heimamenn í Þór voru ívið sterkari í þriðja leikhluta og leiddu 74-69 og reyndust svo sterkari á endasprettinum og unnu góðan 98-94 sigur. Cedric Isom var stigahæstur Þórsara í kvöld með 25 stig.
Hægt er að nálgast nánari leiklýsingu og snörp viðtöl við þá Hrafn og Braga þjálfara liðanna á heimasíðu Þórs: www.thorsport.is
Tölfræði leiksins
http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002952_1_4
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson – www.runing.com/karfan
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



