16:24
{mosimage}
(Jesse er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur)
Íslandsmeistarar Keflavíkur í Iceland Express deild karla hafa samið við Jesse Pelot-Rosa um að leika með liðinu í vetur en sá er 24 ára gamall framherji og var í Commonwealth háskólanum. Þar gerði hann tæp 11 stig og tók um 7 fráköst að meðaltali í leik á lokaári sínu í skólanum árið 2007. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur, www.keflavik.is
Jesse sem er 195 cm á hæð var á síðasta tímabili með Fajardo á Puerto Rico og var með 11.5 stig og 5 fráköst. Keflavík spilar í kvöld við Þór frá Akureyri í Poweradebikarnum og fer leikurinn fram í Toyotahöllinni kl. 19.15.



