10:23
{mosimage}
(TaKesha Watson)
Kvennalið Keflavíkur hefur tekið ákvörðun um að senda Tracey Walker heim og hefur þess í stað leitað til Keshu Watson um að hún komi og spili sitt þriðja tímabil með liðinu. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag og einnig á www.visir.is
Watson hafði hug á því að leita annað í Evrópu en var enn án samnings þegar í ljós kom að nýi erlendi leikmaður Keflavíkurliðsins stæðist ekki þær væntingar sem til hennar voru gerðar.
Watson var frábær á síðasta tímabili þegar Keflavík vann fjóra af fimm titlum í boði og það er ljóst að koma hennar er mikill fengur fyrir liðið. Hún var með 27,3 stig og 6,2 stoðsendingar í deildarkeppninni og 26,8 stig og 8,5 stoðsendingar í leik úrslitakeppninni þar sem að hún nýtti 44 prósent þriggja stiga skota sinna og 92 prósent vítaskota sinna.
Fréttin í heild sinni á www.visir.is
http://www.visir.is/article/20081002/IDROTTIR03/347530642
Mynd: [email protected]



