12:30
{mosimage}
Enn berast fréttir af liðum sem eru að skoða sín mál. Á heimasíðu Feykis í Skagafirði má finna viðtal við Kristin Friðriksson þjálfara Tindastólsmanna um stöðuna og hvort Tindastólsmenn ætla að gera eitthvað.
Á feykir.is segir: ” Að sögn Kristins Friðrikssonar þjálfara körfuknattleiksliðs Tindastóls í Iceland-Express deildinni, hefur Tindastóll verið að íhuga ýmis mál varðandi erlenda leikmenn nú á haustdögum. – Við höfum velt ýmsu fyrir okkur til að lækka leikmannakostnað fyrir þetta tímabil, segir Kristinn. Hann telur að við óbreyttar aðstæður verði það gríðarlega erfitt að hafa marga erlenda leikmenn á samningi, en Tindastóll er núna með þrjá slíka leikmenn sem allir fá uppgerð sín laun í erlendri mynt. – ÍR-ingar sögðu sínum leikmönnum upp af illri nauðsyn, þannig að þeir hafa líklega verið að gera rétt með því. Ég tel að áhrif þess gjörnings verði fyrst og fremst að finna hjá ÍR, en ég er ekkert viss um að nein holskefla ríði yfir liðin í deildinni, segir Kristinn en bætir við að ÍR-ingar séu þrátt fyrir þetta með gott lið sem muni verða skeinuhætt í vetur.
Unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar réð erlendan yfirþjálfara til starfa í sumar og fær hann uppgert í evrum. Að sögn forráðamanna þess er verið að skoða þessi mál frá öllum hliðum en launakostnaður viðkomandi þjálfara hefur hækkað um 40% frá því að samningar voru undirritaðir.”
[email protected] og www.feykir.is
Mynd: vf.is



