spot_img
HomeFréttirSovic sagt upp störfum hjá Stjörnunni

Sovic sagt upp störfum hjá Stjörnunni

23:13
{mosimage}

(Sovic)

Stjórn KKD Stjörnunnar hefur sagt upp samningi sínum við Nemanja Sovic sem gekk í raðir Garðbæinga í sumar frá Blikum. Segir á heimasíðu Stjörnunnar að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld.

,,Eins og mikið hefur verið rætt um í körfuboltaheiminum verða lið að passa að lenda ekki í vanda með rekstur sinn og það þótti nauðsynlegt að skera niður kostnað. Aðhald verður á öllum öðrum vígstöðvum í rekstri félagsins í vetur og ekki þarf að orðlengja mikið ástæður þessa enda þær öllum ljósar,“ segir á heimasíðu Stjörnunnar.

www.stjarnan.is

 Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -