spot_img
HomeFréttirWNBA: Shock meistari eftir 3-0 sigur á Silver Stars

WNBA: Shock meistari eftir 3-0 sigur á Silver Stars

09:56
{mosimage}

(WNBA meistarar Shock)

Detroit Shock eru WNBA meistarar eftir 3-0 sigur á San Antonio Silver Stars í úrslitum deildarinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem Silver Stars léku til úrslita í WNBA deildinni en Shock eru þar öllum hnútum kunnuguar og unnu titilinn verðskuldað. Katie Smith leikmaður Shock var valin besti leikmaður úrslitaeinvígisins.

Fyrstu tveir leikir úrslitaseríunnar fóru fram á heimavelli Silver Stars þar sem Shock vann fyrst 69-77 og í öðrum leiknum urðu lokatölurnar 61-69. Í þriðju og síðustu viðureigninni var einvígið komið á heimavöll Shock og urðu þær meistarar með öruggum 76-60 sigri.

Sigur Shock í WNBA deildinni var sá þriðji á sex árum og ljóst að gamli töffarinn Bill Laimbeer ásamt félaga sínum Rick MaHorn er að gera góða hluti í bílaborginni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -