16:55
{mosimage}
(Ólafur með U-18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í Solna)
Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er kominn af stað með unglingaliði Eisbären Bremerhaven í Þýskalandi en þangað hélt hann í sumar. Ólafur hefur áður verið búsettur í Þýskalandi en þangað fluttist hann sem snáði með foreldrum sínum um hríð. Ólafur sagði í samtali við Karfan.is að unglingaliðið væri búið að spila nokkra leiki og á dögunum léku þeir æfingaleik þar sem Ólafur átti góða spretti.
,,Við unnum þennan æfingarleik með 13 stiga mun og vorum yfir mest allan leikinn. Við vorum að vinna með 23 stigum í hálfleik en misstum svo aðeins dampinn en náðum að rífa okkur upp í lokin og klára þetta 60-73,“ sagði Ólafur sem gerði 15 stig, tók 6 fráköst og varði 6 skot í leiknum.
,,Þar sem ég var ekki orðinn 18 ára var ég ekki orðinn löglegur með eldra liðinu og ef þú ert ekki orðinn 18 ára þarf liðið að greiða 1800 evrur fyrir leikmanninn. Félagið greiddi þessa upphæð þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru þangað til að ég yrði 18 ára,“ sagði Ólafur sem hefur keppnistímabilið með unglinaliðinu þann 19. október næstkomandi þegar liðið leikur gegn MTV Braunscheweig.
,,Þeir eru með sterkt lið og sterka stráka,“ sagði Ólafur um andstæðingana í fyrsta leik. Ólafur mun hafa nóg fyrir stafni með unglingaliði Eisbären Bremerhaven í vetur en hér að neðan gefur að líta leikjaskrá liðsins:
19.10.2008 – SG FT/MTV Braunschweig 14:00 Uhr
3 26.10.2008 @ Bramfelder SV 14:00 Uhr
4 02.11.2008 – Mitteldeutscher BC 14:00 Uhr
5 09.11.2008 – Team Göttingen 15:00 Uhr
6 16.11.2008 @ ALBA Berlin 15:00 Uhr
1 23.11.2008 @ IBBA Berlin 14:30 Uhr
7 30.11.2008 – Central Hoops Berlin 13:00 Uhr
8 07.12.2008 – IBBA Berlin 14:00 Uhr
9 14.12.2008 @ SG FT/MTV Braunschweig 14:00 Uhr
10 11.01.2009 – Bramfelder SV 13:30 Uhr
11 25.01.2009 @ Mitteldeutscher BC 13:00 Uhr
12 01.02.2009 @ Team Göttingen 16:00 Uhr
13 08.02.2009 – ALBA Berlin 14:00 Uhr
14 22.02.2009 @ Central Hoops Berlin 14:00 Uhr
{mosimage}



