14:00
{mosimage}
(Kristrún Sigurjónsdóttir)
Haukum er spáð 4. sæti í Iceland Express-deild kvenna en liðið er eitt hið sigursælasta undanfarin ár í íslenskum kvennakörfuknattleik. Haukar tefla fram erlendum leikmanni Slavicu Dimovska en hún er makedónísk og kemur til liðsins frá Fjölni þar sem hún lék síðasta vetur og átti afar gott ár.
Landsliðsmennirnir Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir verða lykilleikmenn Hauka og lykill þeirra að góðum árangri. Miðherjinn Ragna Margrét þarf að eiga frábært tímabil en þessi hávaxna stelpa var kjörin efnilegasti leikmaður Iceland Express-deildar kvenna fyrir tímabilið 2007-08 á síðasta lokahófi.
Gengi Hauka á undirbúningstímabilinu hefur verið ágætt en leikmannahópur liðsins er ekki stór en liðið hefur misst nokkra leikmenn frá síðustu leiktíð eins og Unni Töru Jónsdóttur. Mikið mun mæða á þjálfara liðsins Yngva Gunnlaugssyni að finna réttu blönduna.
Fjórða sætið gefur Haukum sæti í efri riðlinum og þ.a.l. sæti í úrslitakeppninni og því verður þetta baráttusætið í vetur. Mörg lið munu reyna allt sitt til að vera í efri hlutanum og verður erfitt fyrir Hauka að halda því.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}
(Ragna Margrét Brynjarsdóttir)



