16:00
{mosimage}
(Bryndís Guðmundsdóttir)
Keflavík mun verja titilinn samkvæmt spá Karfan.is sem og í spánni sem fram kom á blaðamannafundi KKÍ á dögunum. Keflvíkingar búa gríðarlega vel eftir að hafa fengið Bryndísi Guðmundsdóttur aftur inn í liðið eftir meiðsli og eru Íslandsmeistararnir ósigrarðir á undirbúningstímabilinu.
Svava Ósk Stefánsdóttir er einnig komin á fullt að nýju eftir barnsburð en einhver bið verður áfram í annan fyrirliða Keflavíkur, Marínu Rós Karlsdóttur, sem fór í hnéaðgerð á síðustu leiktíð sökum meiðsla.
Birnu Valgarðsdóttur þarf vart að kynna til leiks en hún er einhver reyndasti leikmaður deildarinnar en í liði Keflavíkur gefur einnig að líta sterka leikmenn á borð við Pálínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur og Rannveigu Randversdóttur.
Karla- og kvennalið Keflavíkur hafa átt það sammerkt síðustu ár að vilja press andstæðinga sína og oftar en ekki hefur það gengið vel hjá Keflavíkurliðunum að beita 2-2-1 pressu og ætti engum að koma það á óvart að fá Pálínu Gunnlaugsdóttur dýrvitlausa, beint í andlitið!
Sem fyrr mun Keflavík verða í keppni um alla titlana en síðustu tvö tímabil hefur TaKesha Watson stjórnað leik liðsins og nú þegar besti leikstjórnandi deildarinnar er farinn hafa Keflvíkingar stórt skarð að fylla. Pálína mun líkast til koma upp með boltann en leikstjórnendastaðan gæti hæglega strítt Keflvíkingum í vetur.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}
(Birna Valgarðsdóttir)



