spot_img
HomeFréttirÞór: 7. sæti

Þór: 7. sæti

11:30

{mosimage}

Þórsarar ætla sér að gera betur í fyrra, í fyrra enduðu þeir í 8. sæti og töpuðu í fyrstu umferð fyrir Keflavík. Þeir fengu fína leikmenn til sín í sumar og ljóst að þeir ætluðu að gera betur. Efnahagsástandið hefur þó breytt stöðunni og nú er Roman Moniak farinn og Milorad Damjanac mun leik út uppsagnarfrestinn sem er 2 vikur.

En Þórsarar hafa sama Bandaríkjamann og í fyrra, Cedric Isom, og gæti það reynst liðinu vel í vetur að hafa sama manninn í sem gegnir svo stóru hlutverki í liðin og er í hlutverki leikstjórnanda. Þá hefur liðið fengið Njarðvíkinginn Guðmund Jónsson auk þess sem í liðinu eru menn eins og Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson ásamt fleirum sem hafa lengi verið í boltanum.

Liðið hefur þó misst Magnús Helgason og Þorstein Gunnlaugsson. Hrafn Kristjánsson þjálfari liðsins er þó enginn nýgræðingur í starfinu og á eflaust eftir að koma liðinu ofar en í fyrra.

Karfan.is spáir því Þórsarar verði einu sæti ofar en í fyrra og endi í 7. sæti.

Ritstjórn karfan.is

{mosimage}

Hrafn Jóhannesson stígur út

Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson

Fréttir
- Auglýsing -