13:00
{mosimage}
(Hlynur Bæringsson)
Veturinn gæti orðið Snæfellingum erfiður, litlir peningar til eins og víðast hvar en liðið hefur oftast haft 2 til 3 útlendinga og erlendan þjálfara undanfarin 2 ár. Nú er ekkert slíkt að hafa og því hafa 2 reyndustu menn liðsins, þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson tekið við þjálfarastarfinu, þangað til annað kemur í ljós eins og þeir segja. Breiddin í Snæfellsliðinu virðist ekki mikil en nú ættu ungir kjúklingar að fá fleiri mínútur og geta sýnt hvað þeir hafa lært í baráttu við sér reyndari menn.
Snæfellingar gera sér vonir um að ná í einhverja fyrrum leikmenn og er reiknað með að allavega Magni Hafsteinsson byrji um áramót, jafnvel fyrr og svo er spurning með Helga Reyni Guðmundsson. Það verður fróðlegt að fylgjast með Snæfell, þeir stóðu sig vel í Meistarakeppninni á dögunum en það getur skipt máli fyrir liðið að finna góðan liðsstjóra á bekkinn til að stjórna skiptingum.
Liðið hefur reynsluboltana Hlyn og Sigurð, þá eru þarna menn eins og Jón Ólafur Jónsson og svo hefur Atli Rafn Hreinsson verið að leika með yngri landsliðum og á eflaust eftir að koma sterkur inn í vetur ásamt fleiri minni spámönnum.
Ritstjórn Karfan.is
{mosimage}
(Sigurður Þorvaldsson)



