spot_img
HomeFréttirSeiglu sigur hjá Haukum(Umfjöllun)

Seiglu sigur hjá Haukum(Umfjöllun)

22:41

{mosimage}
(Slavica Dimovska var öflug í liði Hauka í kvöld)

Haukar fengu Snæfell í heimsókn á Ásvelli í kvöld í þriðju umferð IE-deildar kvenna. Haukastúlkur voru fyrir leikinn með einn sigur og eitt tap á bakinu en Snæfell hafði tapað báðum sínum leikjum. Haukar unnu með 17 stigum, 80-63, og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Haukar náðu fljúgandi starti og komust fljótlega í 7-0. Snæfellsstúlkur bitu frá sér og náðu að minnka muninn í minnst tvö stig í fyrsta leikhluta í stöðunni 9-2 en eftir það réðu Haukar lögum og lofum á vellinum. Haukar leiddu 25-14 eftir leikhlutann.

Haukar héldu fengnum hlut í 2. leikhluta en í stöðunni 30-18 komu Snæfellsstúlkur með gott áhlaup og skoruðu sex stig í röð og minnkuðu muninn í sex stig 30-24. Haukar bættu enn og aftur í en alltaf náði Snæfell að minnka muninn á ný. Það dugði skammt og Haukar leiddu með 8 stigum í hálfleik, 40-32.

{mosimage}

Snæfell réð ekkert við Hauka í seinni hálfleik og juku Haukar muninn jafnt og þétt. Haukar leiddu 65-51 eftir þriðja leikhluta og unnu svo góðan 17 stiga sigur 80-63.

Snæfellsstúlkur sýndu á köflum að þær eru gott körfuboltalið og var afar gaman að sjá í kvöld að þær gáfust aldrei upp. Í hvert sinn sem Haukar juku muninn þá minnkuðu þær hann jafnt og þétt. Snæfellingar verða erfiðir við að etja í vetur.

Slavica Dimovska var atkvæðamest Hauka með 25 stig, 12 stoðsendingar og 6 fráköst. Henni næst var Kristrún Sigurjónsdóttir með 22 stig og 3 stoðsendingar en þessar tvær hafa verið hreint út sagt óstöðvandi fyrir Hauka í síðustu leikjum.

Hjá Snæfell var Sara Andrésdóttir stigahæst með 16 stig og 5 fráköst og þær Detra Ashley og Unnur Ásgeirsdóttir voru með 11 stig hvor en auk þess tók Ashley 16 fráköst.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -