spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fyrsti sigur Njarðvíkur

Úrslit kvöldsins: Fyrsti sigur Njarðvíkur

21:07

{mosimage}

Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú lokið. Í Keflavík unnu heimamenn öruggan sigur á ÍR 92-69 , á Selfossi tóku FSu menn Skallagrím í kennslustund og unnu 98-56 og að lokum vann Njarðvík sinn fyrsta sigur í vetur þegar þeir unnu Stjörnuna í Garðabæ 77-87 .
 

ÍR ingar byrjuðu betur gegn Keflavík en í öðrum leikhluta skoruðu Keflvíkingar 35 stig gegn 6 stigum ÍR og þar með var leikurinn búinn. Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig en Sveinbjörn Claessen skoraði mest ÍR inga, 18 stig.

Á Selfossi gekk ekkert hjá Skallagrímsmönnum og sem dæmi skoraði Þorsteinn Gunnlaugsson 17 af fyrstu 19 stigum liðsins og hann og Pálmi Sævarsson voru þeir einu sem skoruðu í fyrri hálfleik. Vésteinn Sveinsson var stigahsætur FSu manna með 26 stig en Þorstenin Gunnlaugsson skoraði 26 fyrir Skallagrím.

Í Garðabæ var það Friðrik Stefánsson aðalmaðurinn hjá Njarðvík, skoraði 27 stig og tók 12 fráköst en fyrir Stjörnuna Justin Shouse 28 stig.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -