spot_img
HomeFréttirNjarðvík sigraði Stjörnuna (Umfjöllun og myndir)

Njarðvík sigraði Stjörnuna (Umfjöllun og myndir)

7:50

{mosimage}

Í gærkvöld tóku Stjörnumenn á móti Njarðvíkingum í 3. umferð Iceland Express deildar karla.  Fyrir leikinn höfðu Njarðvíkingar tapað báðum leikjum sínum gegn FSu og Grindavík en Stjarnan hafði sigrað ÍR með einu stigi og tapað fyrir Grindavík með jafnmiklum mun.

Stjarnan hóf leikinn af ákveðni og eftir 4 mínútur var staðan orðin 9-2 bláum í vil.  Njarðvíkingar virkuðu stressaðir og gerðu fjöldann allan af tæknilegum mistökum.  Eftir nokkrar mislukkaðar sóknir í röð tók Valur Ingimundarson leikhlé sem virtist hafa góð áhrif á grænklædda en er leið á fjórðunginn komust Njarðvíkingar betur inn í leikinn og eftir frábæra flautukörfu frá Loga Gunnarssyni leiddu þeir með 7 stigum, 24-17.

Njarðvíkingar byrjuðu annan fjórðung vel og héldu Stjörnumönnum í þægilegri fjarlægð.  Á þessu tímabili gekk fátt í sókn Garðbæinga og vörnin lak oft illa.  Svo fór að Suðurnesjamenn höfðu örugga forystu í hálfleik, 33-44. 

Þriðji leikhluti virtist ætla að enda í einstefnu.  Njarðvíkingar réðu lögum og lofum á gólfinu fyrstu 6 mínútur fjórðungsins og náðu mest 19 stiga forskoti.  Sókn Stjörnumanna var gríðarlega flöt og var eins og lok hefði verið sett á körfu grænna.  Eftir nokkrar daprar mínútur tóku Stjörnumenn þó að lifna við og náðu góðri rispu þar sem þeir minnkuðu muninn í minnst 5 stig en lokatölur fjórðungsins voru 55-62 og allt útlit fyrir spennandi leik.

Stjörnumenn byrjuðu fjórða leikhluta vel og virtust ætla að gera allt til að knýja fram sigur.  Njarðvíkingar virtust þó alltaf skrefinu á undan en þegar rúmar tvær mínútur voru eftir gerðu Stjörnumenn nokkur slæm mistök sem gaf Njarðvíkingum tækifæri á að klára leikinn, sem þeir og gerðu en lokatölur voru 77-87.

Friðrik Stefánsson var góður hjá Njarðvík í kvöld en hann skoraði 27 stig en hjá Stjörnunni var Justin Shouse fremstur á meðal jafningja.

Þess má geta að í hálfleik fagnaði körfuknattleiksdeild Stjörnunnar 15 ára afmæli og í tilefni þess bauð deildin upp á prins póló og kók fyrir gesti!

Tölfærði leiksins

Elías Karl

Myndir: Gunnar Freyr Steinsson

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -