8:40
{mosimage}
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að í gær voru 20 ár liðin frá því að Kristinn Óskarsson dæmdi sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild. Það var 23. október 1988 sem Kristinn dæmdi leik Njarðvíkur og Tindastóls með Jóni Otta Ólafssyni.
Kristinn dæmdi í gær leik Stjörnunnar og Njarðvíkur og var Gunnar Freyr Steinsson á staðnum og smellti af myndum.
Karfan.is heyrði einnig í Jóni Otta og bað hann að segja aðeins frá þessum leik ef hann myndi eftir honum.
{mosimage}
„Fyrir 20 árum síðan lagði ég af stað til að dæma hörkuleik í Njarðvík. Það sem ég kveið mest var að þar átti einhver stráklingur úr Keflavík að dæma með mér sinn fyrsta úrvalsdeildarleik. Nú, ég kem til Njarðvíkur og hitti þar stráklinginn Kristinn Óskarsson og leist bara strax vel á. Hann var greinilega mjög áhugasamur og fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu og óhræddur og til að gera langa sögu stutta þá komumst við ágætlega frá þessum leik sem og mörgum öðrum eftir það. Sannaði Kristinn þarna strax getu sína í dómgæslu og hefur verið einn albesti körfuboltadómari landsins undanfarin ár.
Ég vil óska honum til hamingju með 20 árin og hins besta í framtíðinni.”
Mynd af Jóni Otti: www.kkdi.is
Aðrar myndir: Gunnar Freyr Steinsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



