spot_img
HomeFréttirFrestur til skráningar á Hópbílamót er að renna út

Frestur til skráningar á Hópbílamót er að renna út

16:00

{mosimage}

Frá Hópbílamótinu 2007 

Frestur til að skrá lið á hið sívinsæla Hópbílamóti körfuknattleiksdeildar Fjölnis og Hópbíla er á sunnudaginn kemur, 26. október. Mótið er að venju fyrir þau yngstu, eða stráka og stelpur sem eru fædd árið 1997 eða síðar. Mótið verður í Grafarvoginum 1. og 2. nóvember.

Þátttökugjald er kr. 10.000 kr. á hvert félag og 4.000 kr. á hvern leikmann. Innifalið er m.a. gisting í Rimaskóla, kvöldverður, kvöldvaka, kvöldhressing, morgunverður, bíóferð, pizzuveisla og verðlaunapeningur. Frítt er fyrir 1 þjálfara og 1 aðstoðarmann á hvert lið.
Að venju verður ekki keppt um sæti og stigin eru ekki talin opinberlega, heldur verður leikgleðin látin ráða ríkjum og fá allir keppendur verðlaunapening að móti loknu.

Þátttaka tilkynnist í tölvupósti á netfangið [email protected]. Skráningu líkur 20. október. 

Hér má sjá drög að dagskránni á mótinu.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -