20:44
{mosimage}
Fyrsta leik kvöldsins er nú lokið. KR ingar unnu stórsigur á Breiðabliksmönnum í Smáranum 72-108. Í Grindavík sigruðu heimamenn örugglega 113-95. Í Stykkishólmi áttust við Snæfell og Þór og sigraði Snæfell 88-71.
Í 1. deild unnu Haukar Hrunamenn 102-86 á Flúðum, Valsmenn unnu Ármann 80-77 og í Þorlákshöfn unnu Þórsarar Laugdæli 98-83.
Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga með 27 stig en fyrir Tindastól skoruðu Svavar Birgisson og Søren Flæng 20 stig hvor.
Jason Dourisseau var stigahæstur KR inga með 22 stig en hann lék aðeins í 13 mínútur. Kristján Rúnar Sigurðsson var stigahæstur Blika með 16 stig.
Því miður höfum við ekki stigahæstu menn úr Hólminum.
Sveinn Ómar Sveinsson skoraði mest Haukamanna eða 34 stig en fyrir Hrunamenn skoraði Caleb Holmes 28 stig.



