23:44
{mosimage}
(Helgi Einarsson að troða knettinum í körfu Hrunamanna en hann var með 11 stig í kvöld)
Haukar gerðu góða ferð austur fyrir fjall í kvöld þegar þeir öttu kappi við Hrunamenn á Flúðum og sigruðu örugglega 86-102. Haukar hafa nú unnið alla sína leiki og eru á toppi deildarinnar ásamt Val með fullt hús stiga. Hrunamenn hafa hins vegar aðeins unnið einn leik af sínum þremur.
Hrunamenn gáfu tóninn og skoruðu fyrstu körfu leiksins. Haukar voru ekki lengi að jafna og komust yfir 2-7. Eftir það skiptust liðin á körfum þangað til Haukar skiptu um gír og juku muninn jafnt og þétt. Haukar komust 12 stigum yfir þegar skammt var til loka leikhlutans en Hrunamenn réttu aðeins úr kútnum og skildu 9 stig liðin að í lok fyrsta leikhluta.
Haukar byrjuðu annan leikhluta með 5 stigum í röð og komust í 14 stiga forskot. Þegar staðan var 25-38 fyrir Hauka tóku Hrunamenn öll völd á vellinum og 23 stig gegn aðeins 7 stigum Hauka og komust yfir 48-45. Haukar náðu að jafna leikinn áður en að flautað var til hálfleiks og var staðan því 48-48 í hálfleik.
{mosimage}
(Hraunar Guðmundsson að leggja boltann yfir Helga Einarsson)
Eitthvað hefur ræða Pétur Ingvarssonar, þjálfara Hauka, virkað á hans menn því Haukar byrjuðu með miklum látum í þriðja leikhluta og skoruðu 13 stig í röð á meðan Hrunamenn fundu engin svör gegn vörn gestanna. Þessi munur hélst út leikhlutan og var staðan 63-78 áður en að fjórði leikhluti byrjaði.
Haukar héldu áfram að auka muninn og voru komnir með 21 stigs mun snemma í leikhlutanum. Hrunamenn spýttu í lófana og komu með góðan kafla þar sem þeir minnkuðu muninn í 12 stig en nær komust þeir ekki og Haukar unnu öruggan sigur 86-102.
Stigahæstur í liði Hauka var Sveinn Ómar Sveinsson en hann skorði 34 stig og Óskar I. Magnússon var með 22.
Hjá Hrunamönnum var Caleb Holmes með flest stig eða 28 talsins og honum næstur var Sigurður Sigurjónsson með 15 talsins.
Mynd: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



