spot_img
HomeFréttirUndirbúningstímabilið búið og NBA tímabilið hefst í kvöld

Undirbúningstímabilið búið og NBA tímabilið hefst í kvöld

11:00

{mosimage}

Menn hafa misjafnar skoðanir á preseason “keppninni” sem NBA deildin heldur úti ár hvert áður en deildin hefst formlega. Ekki eru allir sem skilja hvers vegna í ósköpunum lið þurfa að spila 6-8 leiki áður en 82 leikja tímabil hefst og flestir taka ekkert mark á úrslitum leikja í þessu svokallaða undirbúningstímabili. Sama hvað mönnum finnst þá er staðreyndin hinsvegar sú að undirbúningstímabilið er lokið og það eru aðeins nokkrar klukkustundir í að NBA deildin hefjist.

Í kvöld hefst NBA aftur eftir margra mánaða frí og opnunarleikurinn er ekki minni leikur en meistararnir í Boston Celtics á móti Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Hálftíma síðar hefur Derrick Rose frumraun sína í NBA með Chicago Bulls gegn Milwaukee. Þriðji og síðasti leikur kvöldsins er frumraun Greg Odens með Portland en þeir heimsækja Kobe Bryant og Lakers til Los Angeles borgar. Fyrsti leikurinn hefst á miðnæti á íslenskum tíma og svo hálf 1 og þriðji og síðasti leikurinn hefst kl 02:30.

Ef til vill er ekkert að marka úrslit undirbúningstímabilsins en ef maður skoðar úrslit keppninnar í ár þá sést glögglega að það gæti verið eitthvað að marka úrslitin en efstu liðin í hverri deild eru engin meðallið. Góð lið sigruðu sína leiki og léleg lið töpuðu sínum.

Efstu þrjú liðin í austurdeildinni voru Orlando Magic (6-1), Boston Celtics (6-2) og svo Detroit Pistons (6-2). Fyrirfram má líklega fullyrða að þetta séu liðin sem munu berjast um efsta sætið í austrinu. Merkilegt er að skoða að Charlotte Bobcats töpuðu öllum sínum 8 leikjum en maður myndi halda að lið með leikmenn á borð við Jason Richardson, Emaka Okafor og Gerald Wallace myndi ná að kreista fram a.m.k. einum sigri af úr 8 leikjum. Ekki hefur Michael Jordan náð sama árangri utan vallar sem og innan hans en hann er einn af eigendum Bobcats liðsins.

Eina liðið í NBA deildinni sem fór í gegnum undirbúningstímabilið án þess að tapa leik voru New Orleans Hornets en liðið vann alla sína 7 leiki. Líklegt þykir að Hornets verði eitt af toppliðum deildarinnar í ár og gera góða atlögu að titlinum. Næst á eftir Hornets komu Denver Nuggets (5-1) og svo Lakers (6-2). Í fljótu bragði má draga þá ályktun að þessi lið munu berjast um efstu sætin í vesturdeildinni ásamt liðum eins og Houston, Pheonix og fleiri. Eins og undanfarin ár þá áttu Sacramento Kings erfitt uppdráttar og töpuðu 7 af sínum 8 leikjum. Nýja liðið í Oklahoma borg, Thunder, áttu einnig erfitt uppdráttar en liðið tapaði 6 af 7 leikjum sínum.

Arnar Freyr Magnússon

Fréttir
- Auglýsing -