spot_img
HomeFréttirKeflavík sigraði Fjölni örugglega

Keflavík sigraði Fjölni örugglega

21:10

{mosimage}

Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík sigraði Fjölni í Grafarvogi 87-54 og hafa því unnið 3 af 4 fyrstu leikjum sínum á meðan Fjölnisstúlkur eru án sigurs.

Birna Valgarðsdóttir var stigahæst Keflavíkurstúlkna með 22 stig og Ingibjörg Vilbergsdóttir skoraði 21, þá tók Svava Ósk Stefánsdóttir 14 fráköst.

Ashley Bowman skoraði mest Fjölnisstúlkna eða 16 stig og Hrund Jóhannsdóttir skoraði 11 auk þess að taka 11 fráköst, Eva María Emilsdóttir tók þó flest fráköst eða 13.

[email protected]
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -