06:00
{mosimage}
Fjórða umferð í Iceland Express deild kvenna heldur áfram í kvöld en hún hófst í gær með sigri Keflavíkur á Fjölni og henni lýkur svo á laugardag. Í kvöld eru tveir leikir, báðir kl. 19:15 þar sem Grindavík tekur á móti toppliði Hamars og Valur fær Snæfell í heimsókn í Vodafonehöllina að Hlíðarenda.
Umferðinni lýkur svo næsta laugardag þegar KR og Haukar mætast í DHL-Höllinni í Vesturbænum kl. 16:00. Í kvöld má hinsvegar gera ráð fyrir miklum slag í Grindavík þar sem Hamar er eina ósigraða lið deildarinnar. Með sigrum í kvöld geta Grindavík og Valur jafnað Hamar og Keflavík á toppi deildarinnar.
Aðrir leikir kvöldsins eru:
1. deild kvenna kl. 19:15
Njarðvík-Keflavík B
Bikar, 9. flokkur karla kl. 19:45
Breiðablik A-KR
Bikar, 10. flokkur karla kl. 21:15
Haukar-Fjölnir A
Bikar, 10. flokkur karla kl. 19:00
FSu-UMFH



