spot_img
HomeFréttirBjörn Kristjánsson til liðs við KR

Björn Kristjánsson til liðs við KR

15:00
{mosimage}

(Björn með 16 ára landsliði Íslands í Solna)

Vesturbæingar hafa fengið mikinn hvalreka á sínar fjörur en hinn efnilegi bakvörður Björn Kristjánsson hefur gengið í raðir KR. Björn er uppalinn Bliki og hefur leikið með þeim síðustu ár en er nú kominn í KR. Björn lék með drengjaflokki Breiðabliks á sunnudag gegn KR en á mánudag var hann kominn í röndótt og lék með KR B gegn Skallagrím í Borgarnesi. Skjótt skipast veður í lofti með breytingunum á félagsskiptareglunum þar sem skiptin ganga í gegn samdægurs.

Björn var lykilleikmaður í U 16 ára landsliði Íslands í sumar sem m.a. nældi sér í silfurverðlaun á Norðurlandmótinu í Solna í Svíþjóð. Á því móti var Björn valinn í úrvalslið mótsins ásamt Hauki Helga Pálssyni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -