21:31
{mosimage}
(Hart barist að Hlíðarenda í kvöld!)
Snæfellsstúlkurnar komu af krafti til leiks og stuðuðu Valstúlkurnar til að byrja með. Þær spiluðu hraðar sóknir og ætluðu að stjórna leiknum. Lítið gekk í sóknum Vals og voru þær að missa boltann og hitta illa. Þristar frá Unni og Söru hjá Snæfell kom þeim í 4-10 og þá tók Valur sig til og komu til baka 9-10 en leikhlutinn fyrsti endaði 9-15 fyrir Snæfell sem gaf það ekki eftir.
Í byrjun annars hluta var sama uppi á teningnum Valsarar náðu lítið að hitta og tóku fá fráköst. Snæfellsstúlkur sigu lengra frá og voru komnar í 14-24 eftir 3 mínútur. Valur stilltu í 2-3 svæðisvörn sem þær höfðu gert af og til og náðu að koma stoppi á Snæfell sem voru að taka þvinguð langskot sem duttu ekki og Valur komst nær 18-24 áður en Högni tók leikhlé til að spjalla. Snæfell héldu velli gegn sífri vörn Vals og leiddu í hálfleik 25-28.
Hjá Val var Signý með 11 stig og Tinna 7 stig en Gunnhildur og Detra Ashley voru með sín hvor 8 stigin fyrir Snæfell.
Fyrsta stig þriðja hluta kom þegar 4 mínútur voru liðnar og fór Valur að síga nær Snæfelli og komust yfir í fyrsta skiptið 31-30. Eitthvað átti Högni þjálfari Snæfells vantalað við annan dómara leiksins og fundaði dágóða stund í einu leikhlé. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir að Valur komst yfir en þau skiptust á forystu undir lok þriðja hlutans en Valsstúlkur höfðu yfirhöndina fyrir lokahlutann 37-34.
Snæfellsstúlkur héldu áfram í 2-3 svæði sem virtist ætla að halda þeim inní leiknum en voru að flýta sér of mikið í sókninni sem gerði það að verkum að þær misstu boltann klaufalega og Valur keyrði á þær og komust í 47-39. Valur áttu erfitt með Snæfell í kvöld sem léku af krafti framan af og voru á ekkert síðri level. Þrjú stig skildu liðin að þegar 1. mín var eftir og var spennustigið mikið þegar Sara skoraði þrist og kom Snæfell nær 50-47. Valsstúlkur héldu þó haus undir lokin og unnu erfiðan sigur á Snæfelli 52-47 og mátti ekki miklu muna á liðunum í kvöld þar sem Snæfell komu sprækar til leiks.
Hjá Val var Signý afgerandi með 15 stig, 21 frákast og 7 stoðs. Þórunn Bjarnadóttir skoraði 14 og Lovísa Guðmunds 10 stig. Hjá Snæfelli var Detra Ashley atkvæðamest með 16 stig og 18 fráköst og svo voru Sara Sædal og Gunnhildur Gunnars með sér 12 stig hvor.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



