22:26
{mosimage}
(Íris Sverrisdóttir átti umdeilt lokaskot í kvöld)
Topplið Hamars sótti sigur í Röstina í Grindavík í kvöld eftir framlengdan spennuleik. Lokatölurnar voru 80-83 Hamri í vil þar sem Julia Demirer fór á kostum í liði gestanna með 37 stig og 20 fráköst. Í framlengingunni fengu Grindvíkingar tækifæri til þess að knýja fram aðra framlengingu en skot Írisar Sverrisdóttur geigaði við mikinn ófögnuð áhorfenda í Röstinni sem töldu að á henni hefði verið brotið en ekkert var dæmt og Hamar fangaði sínum fjórða deildarsigri í röð.
Jafnaræði var með liðunum í upphafi leiks þar sem Hamar leiddi 15-19 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 30-35 fyrir gestina. Grindvíkingar höfðu góðar gætur á LaKiste Barkus og naut Julia Demirer góðs af því.
Tölurnar í hálfleik:
Grindavik: Ólöf með 9 stig 6 fráköst, Helga 11 fráköst
Hamar: Julia Demirer 16 stig 7 fráköst, Barkus 12 stig og 7 frák.
Hamar náði mest 15 stiga forskoti í þriðja leikhluta sem lauk í stöðunni 47-59 en gular náðu að berja sig inn í leikinn og komast yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma 67-65. Mikil spenna var á lokasprettinum þar sem brotið var á Barkus sem fór á vítalínuna og setti aðeins niður annað vítið og því varð að framlengja í stöðunni 70-70.
Grindvíkingar komust í 74-70 í framlengingunni en Hamar breytti snögglega stöðunni í 80-83. Grindvíkingar áttu síðustu sókn leiksins og kom það í hlut Írisar Sverrisdóttur að taka lokaskotið sem geigaði. Heimamenn vildu meina að á henni hefði verið brotið en dómarar leiksins sáu ekkert athugavert í málinu og því lauk þessum spennuleik með þriggja stiga sigri Hamars.
Hamar er því á toppi deildarinnar með 8 stig en næst eru Keflavík og Valur með sex stig.
Tölfræði leiksins
http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0yMSZvX2xlYWc9MSZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0zNjI=
Alma Rut



