spot_img
HomeFréttirLogi: Alltaf erfitt að koma hingað

Logi: Alltaf erfitt að koma hingað

23:09
{mosimage}

(Illviðráðanlegur)

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson fór á kostum í Hellinum í kvöld þegar Njarðvík lagði ÍR 69-73. Logi setti niður 39 stig fyrir Njarðvíkinga og leiddi þá til sigurs í baráttuleik. Karfan.is náði tali af Loga eftir leik sem sagði Njarðvíkinga stöðugt vera að bæta sinn leik.

,,Maður vill bara reyna að spila vel fyrir liðið sitt og ef ég fæ svona góð skot og það opnast fyrir drævin hjá mér þá tek ég það. Í síðasta leik var ég bara með 12 stig sem þýðir að það eru aðrir í liðinu sem geta skorað meira sem er mjög fínt og núna gerði ég það í kvöld,“ svaraði Logi aðspurður hvort þessi stigaskorun væri það sem Njarðvíkurliðið þyrfti á að halda frá honum í öllum leikjum. ,,Við erum enn að bæta okkar leik því þetta er ekki alveg eins og við viljum hafa það en við tökum bara eitt skref í einu,“ sagði Logi og bætti við að það hafi aldrei verið auðvelt að mæta ÍR á útivelli.

,,Það er alltaf erfitt að koma hingað og ég veit ekki hvað það er, hvort það sé dúkurinn hérna eða eitthvað annað en ÍR eru alltaf sterkir heima og gefast aldrei upp eins og sást hér á endasprettinum. Það verður reyndar erfitt að koma í alla leiki í vetur þar sem liðin í deildinni eru svo jöfn,“ sagði Logi en telur hann að KR og Grindavík muni stinga af?

,,Ég held að þau geri það ekki. KR og Grindavík eru lið sem urðu fyrir minnstu breytingunum þegar allar þessar breytingar urðu þannig að þau eru kannski að halda dampi en hin liðin að venjast nýjum hlutum og aðstæðum. Flest liðin sendu erlendu leikmennina heim og þau sem það gerðu þurfa bara meiri tíma til að venja sig á þessar aðstæður og koma sér saman sem lið,“ sagði Logi sem verður í eldlínunni með Njarðvík í næstu umferð þegar liðið mætir Tindastól.

,,Tindastóll í næsta leik og þeir eru góðir, með góða erlenda og íslenska leikmenn svo það verður erfiður leikur eins og allir í deildinni,“ sagði Logi Gunnarsson í samtali við Karfan.is að loknum leik ÍR og UMFN í Hellinum í Breiðholti.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -