00:07
{mosimage}
(Isom fór á kostum fyrir Norðan í kvöld)
Í kvöld tóku Þórsarar á móti FSu í 4. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fyrir leikinn sátu FSu í 5. sætinu með 4 stig en Þórsarar í 6. sætinu með 2 stig, og því bjuggust flestir við jöfnum og spennandi leik. Þórsarar byrjuðu leikinn betur en FSu spilaði alltaf betur og betur og voru komnir með þægilega forystu í lok 3. leikhlutar. Hins voru heimamenn sterkari á lokakaflanum og innbyrtu sætan 10 stiga sigur, 99:89.
FSu byrjuðu leikinn betur en heimamenn og náðu á fyrstu mínútu leiksins fimm stiga forystu, 2:7. Sóknarleikur FSu riðlaðist mikið þegar heimamenn byrjuðu að pressa gestina allan völlinn og smá saman náðu Þórsarar yfirhöndinni og þegar fyrsta leikhluta lauk voru heimamenn komnir með 7 stiga forystu, 27:20.
FSu byrjuðu annan leikhluta af miklum krafti og náðu að breyta stöðunni úr 27:20 í 37:38 í byrjun annars leikhluta. Í miðbik öðrum leikhluta riðlaðist sóknarleikur heimamanna mjög mikið og gestir náðu sex stiga forystu en heimamenn náðu að jafna metin undir lok fjórðungins með góðum endaspretti og var því jafnt í hálfleik 47:47.
Þórsarar komu ekki tilbúnir til leiks í þriðja leikhluta og gestirnir virtust ætla að ganga á lagið. Sóknarleikur heimamanna var mjög slappur og vörnin var ekki nógu góð. Hins vegar spiluðu FSu góðan sóknarbolta, létu knöttinn ganga vel á milli sín og nýttu skotin sín mjög vel og náðu að byggja upp 13 stiga forystu þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, 60:73. Óðinn Ásgeirsson fékk síðan krampa í kálfan undir lok þriðja leikhluta og gat ekki spilað meir eftir það og útlitið var því orðið dökkt fyrir heimamenn. En góður leik kafli strákanna okkar með Cedric Isom í fararbroddi í lok fjórðungins varð til þess að heimamenn náðu að minnka muninn niður í fimm stig, 68:73 og náðu heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum Þórs. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhluta eins og þeir enduðu þann þriðja. Vörnin varð betri og sóknarleikurinn batnaði þar sem menn náðu að opna vel fyrir Cedric Isom sem nýtti sínar sóknartilraunir mjög vel. Þegar Þórsarar byrjuðu að pressa aftur á FSu og áhorfendur fóru að taka við sér, virtist lið FSu fara á taugum og smá saman náðu heimamenn að byggja upp þægilega forystu og náðu mest 14 stiga forystu. Hins vegar þegar Hrafn Kristjánsson fór að hvíla leikmenn náðu FSu að klóra rétt í bakkann og náðu að minnka munin niður í 10 stig og lokatölur leiksins urðu því 99:89 fyrir heimamenn í Þór.
{mosimage}
Cedric Isom var mjög góður fyrir heimamenn og oft á tíðum hélt hann sóknarleik Þórsarar uppi, enda réðu leikmenn FSu ekkert við Cedric sem skoraði 47 stig í leiknum. Baldur Ingi Jónsson og Sigurður G. Sigurðsson stigu upp þegar þess þurfti í fjórða leikhluta. Guðmundir Jónsson átti fínan leik en var óheppinn með villur, Óðinn var fínn áður en hann neyddist til að fara af velli. Í liði FSu var Vésteinn virkilega góður enda skoraði hann 23 stig. Hins vegar spiluðu FSu vel mest allan leikinn, létu boltann vel ganga og börðust mjög vel. En þegar mest reyndi á og pressan varð meiri bognuðu þeir og réðu ekkert við Þórsara í fjórða leikhluta. Það er þó ljóst að FSu á eftir að vinna marga leiki í vetur og verður mjög spennandi að sjá þá í vetur.
Tölfræði leiksins:
http://server4.mbt.lt/prod/kki/index.php/b19sYW5nPWhlJm9fc2Vhcz0xNSZvX2xlYWc9MiZmdXNlYWN0aW9uPWdhbWVzLm1haW4mZ19pZD0xMjQ=
Texti: Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson – www.runing.com/karfan
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



