8:30
Portland Trailblazers lönduðu fyrsta sigri vetrarins í nótt þegar þeir lögðu San Antonio Spurs í spennandi leik. Spurs höfðu tækifæri til að tryggja sér sigur með flautukörfu, en skot Michaels Finleys rataði ekki rétta leið.
Þetta var í fyrsta sinn í 13 leikjum sem Portland leggur Spurs, en eins og flestir vita léku þeir síðarnefndu án Manu Ginobili, sem meiddist á ökkla í leik með Argentínu á ÓL. Þá er Greg Oden hjá Portland á meiðslalistanum og verður þar í um 2-4 vikur.
Hér eru úrslit næturinnar:
Philadelphia – NY 116-87
Toronto – Golden State 108-112
Sacramento – Miami 103-77
Chicago – Boston 80-96
Orlando – Memphis 84-86
Denver – LA Clippers 113-103
San Antonio – Portland 99-100
Smellið hér til að sjá tölfræði leikjanna
ÞJ



