spot_img
HomeFréttirHaukasigur aldrei í hættu (umfjöllun)

Haukasigur aldrei í hættu (umfjöllun)

19:36
{mosimage}
(Telma Fjalarsdóttir sækir að körfu KR-inga. Guðrún Sigurðardóttir er til varnar)

Einn leikur fór fram í IE deild kvenna í dag þegar KR tók á móti Haukum í DHL höllinni.  Haukastelpur voru sterkari aðilinn frá  upphafi til enda í dag og höfðu KR-ingar fá svör við gestunum.  Haukar náðu upp tæplega 20 stiga forskoti strax í öðrum leikhluta og héldu því nánast það sem eftir lifði leiks.  Haukar höfðu á endnaum 19 stiga sigur, 53-72.  Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir en hún fór á kostum í leiknum með 26 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.  Næstar voru Helena Hólm með 11 stig og Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 10 stig og 10 fráköst. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 16 stig en næstar voru Sigrún Ámundardóttir með 11 stig og 16 fráköst og Guðrún Ámundardóttir með 8 stig.

Haukastelpur byrjuðu leikinn mun betur en KR og höfðu forskotið strax frá upphafsmínútunni.  Kr var í bullandi vandræðum í sókninni og var að velja sér léleg skot.  Haukastelpur voru ekki lengi að nýta sér það og keyrðu í bakið á þeim og uppskáru gott forskot.  Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn kominn upp í 11 stig, 9-20, haukum í vil og Jóhannes Árnason, þjálfari KR tók leikhlé.  KR stiltu upp í svæðisvörn og virtist hún hafa góð áhrif því einu stigin sem Haukar skoruðu á seinustu þremur mínútunum komu af vítalínunni.  Kr voru hins vegar mikil klaufar í varnarleiknum og brutu mikið.  Haukar héldu þess vegna forskotinu það sem eftir lifði leikhlutans en hann endaði 15-25.  

Liðin skiptust á a skora í byrjun annars leikhluta en Haukar náðu þó að auka forskot sitt í 13 stig í stöðunni 20-33 þegar um það bil fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum.  Sá munur hélst fram eftir leikhlutanum en Haukar tóku leikhlé þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir en þá stóðu leikar 25-37. Haukar héldu þessu 13 stiga forskoti fram á lokamínútuna en þá skoruðu Haukar 5 stig gegn engu og höfðu 18 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 29-47.  Haukar voru sýnilega með meiri breidd í sínu lið því það virtist engu máli skipta hver kom inná því alltaf héldu þær forksotinu.  

{mosimage}

Kristrún Sigurjónsdóttir fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik fyrir Hauka en hún skoraði 21 stig hirti 5 fráköst og gaf 7 sotðsendingar.  Næst stigahæst hjá Haukum var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 10 stig og Helena Brynja Hólm skoraði 5 stig.  Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir stigahæst með 11 stig en næstar voru systurnar Sigrún Ámundardóttir með 9 stig og Guðrún Ámundardóttir með 3 stig.  

KR mætti hins vegar með allt annað hugarfar inn í seinni hálfleik og þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn kominn niður í 11 stig og Haukar ekki ennþá skorað, 36-47.  Haukar náðu þó að komast aftur í takt við leikinn þegar leið á leikhlutan og þegar fjórar mínútur voru eftir var munurinn kominn upp í 19 stig, 36-55.  Haukar virtust eiga nóg inni því munurinn jókst enn meira undir lok leikhlutans og þegar flautað var til loka hans var munurinn kominn upp í 22 stig, 42-64.  

{mosimage}

Fjórði leikhluti var í raun bara formsatriði fyrir Hauka og þær rúlluð á mörgum leikmönnum allan leikhlutan.   Hildur Sigurðardóttir hvíldi mest allan leikhlutan fyrir KR vegna villuvandræða og ekki hjálpaði það við sóknarleik KR liðsins sem var aldrei neitt til að hrópa húrra fyrir.  Haukar náðu þó aldrei mikið meira en 20 stiga forskoti sem þær þó héldu út allan leikhlutan og þegar lokamínútan rann upp virtist stefna í 22 stiga sigur Hauka en Heiðrún Kristmundsdóttir var ekki á þeim buxunum því hún átti seinasta skot leiksins fyrir aftan miðju og setti það beint ofaní.  Haukar höfðu þess vegna á endanum 19 stiga sigur, 53-72.  

Umfjöllun : Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -