spot_img
HomeFréttirKristrún Sigurjónsdóttir : áttum von á meiri mótspyrnu

Kristrún Sigurjónsdóttir : áttum von á meiri mótspyrnu

19:56
{mosimage}

Kristrún Sigurjónsdóttir fór á kostum í 19 stiga sigri Hauka á KR fyrr í dag.  Kristrún skoraði hvorki meira né minna en 21 stig í fyrri hálfleik en lét sér nægja að skora 5 í þeim seinni.  Hún vildi þó ekki meina að hún hafi hreinlega verið orðin södd í seinni hálfleik.  “ Nei, ég ætlaði nú aðeins að reyna að bæta í en það eru fleiri í liðinu sem eru að skora líka svo ég er ekkert ósátt með þetta”. 
Sigur Hauka var í raun aldrei í hættu en átti Kristrún von á svona stórum sigri?  “ Nei við áttum alls ekki von á að vinna með 20 stigum af því að KR er með það gott lið að við áttum von á meiri mótspyrnu.  En liðið átti góðan dag og það er það sem skilar þessu”.  Kristrún endaði leikinn með 26 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -