spot_img
HomeFréttirNBA: Fyrsti sigur Orlando í höfn

NBA: Fyrsti sigur Orlando í höfn

12:02
{mosimage}

(Dwight Howard setti 29 stig fyrir Magic í nótt)

Það var vitlaust um að vera í NBA deildinni í nótt þegar heilir 14 leikir voru á dagskrá. Orlando Magic nældu sér í sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar þeir fengu Sacramento Kings í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 121-103 Kings í vil þar sem Dwight Howard var með 29 stig og 14 fráköst. Howard var einn af fjórum byrjunarliðsmönnum Magic sem gerðu 20 stig eða meira í leiknum. Kevin Martin hitti vel fyrir Kings en það dugði ekki til þó hann hefði sett 31 stig.

Meistarar Boston Celtics fengu skell á útivelli þegar þeir lágu gegn Indiana Pacers 95-79. T.J. Ford er að finna sig vel í Indiana og var með 19 stig og 4 stoðsendingar í nótt en hjá meisturum Celtics var Kevin Garnett með 18 stig og 14 fráköst.

Önnur úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks 95-88 Philadelphia 76ers
Charlotte Bobcats 100-87 Miami Heat
Detriot Pistons 117-109 Washington Wizards
New Jersey Nets 97-105 Golden State Warriors
Minnesota Timberwolves 85-95 Dallas Mavericks
New Orleans Hornets 104-92 Cleveland Cavaliers
Chicago Bulls 96-86 Memphis Grizzlies
Houston Rockets 89-77 Oklahoma City Thunder
Milwaukee Bucks 87-91 Toronto Raptors
Denver Nuggets 97-104 LA Lakers
Utah Jazz 101-79 LA Clippers
Phoenix Suns 107-96 Portland Trailblazers

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -