spot_img
HomeFréttirDapurt í Digranesi (Umfjöllun)

Dapurt í Digranesi (Umfjöllun)

18:40
{mosimage}

Álftanes vann HK 52-67 í 2. deild karla í körfuknattleik í Digranesi í  gær. Tölurnar endurspegla vel leiðindi leiksins.

Álftanesliðið byrjaði betur, var 14-23 yfir eftir fyrsta fjórðung og  19-38 í hálfleik. Leikurinn var í þeirra höndum og þeir með réttu átt að  gera út af við heimamenn. En svo var ekki. Sóknarleikur beggja liða fraus  í seinni hálfleik. Þeim gekk líka illa með vörn HK sem varði alls tíu  skot í leiknum. Þar fór fremstur í flokki Jóhannes sem varði fimm  stykki, tók 10 fráköst og skoraði 13 stig. Þorgeir og Árni skoruðu 14  stig hvor.

Daði Janusson skoraði 24 stig fyrir Álftanes og tók 19 fráköst og Davíð Freyr Jónsson skoraði 20 stig. Þjálfari Álftaness, Gísli Sigurðarson barðist vel og tók 11 fráköst, en  hann var hundfúll með leik síns liðs. „Mér leið hálfpartinn eins og við  hefðum tapað. Ég tek það ekki af HK að þeir spiluðu grimma svæðisvörn en mínir menn þorðu ekki að fara á hana og voru hikandi í öllum sóknaraðgerðum. Daði og Davíð báru uppi sóknarleikinn. Ljósi punkturinn í leiknum var sterk vörn, þeir skoruðu ekki nema 19 stig í fyrri  hálfleik, þar af tvö í öðrum leikhluta.“

Tölfræði leiksins:
http://kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002962_2_2

Staðan í riðlinum:
http://www.kki.is/mot/mot_1500002962.htm

Gunnar Gunnarsson

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -