spot_img
HomeFréttirTindastóll sigraði í Njarðvík

Tindastóll sigraði í Njarðvík


Logi Gunnarsson brýst hér í gegnum vörn gestanna frá Sauðárkróki
Tindastólsmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimamenn í Njarðvík í kvöld með 84 stigum gegn 75. Verðskuldaður sigur gestanna að þessu sinni sem sýndu það að þeir munu koma til með að vera í baráttunni um efstu sætin í vetur ef fram sem horfir hjá þeim.
Leikurinn var hnífjafn framan af og en það voru Tindastólsmenn sem hófu leikinn betur og náðu forystu. Forystan var hinsvegar aldrei mikil en fyrir liðið Tindastólsmanna fór Ben Luber sem nýtti sér það til fulls þegar ungir og óreyndir leikmenn Njarðvíkinga voru settir honum til höfuðs.  En það var Sævar Sævarsson sem hóf skothríð að körfu gestanna í öðrum leikhluta og skoraði hann á skömmum tíma 4 þrista í röð. Staðan í hálfleik var 41-41.

Tindastólsmenn hófu seinni hálfleik líkt og þeir hófu þann fyrri. Þeir náðu forystunni fljótlega og leiddu með þetta 3 til 7 stigum en mest náðu Tindastóll 12 stiga mun í þriðja leikhluta leiksins.  Njarðvíkingar eru hinsvegar ekki þekktir fyrir að gefast upp og í fjórða leikhluta náðu þeir að minnka muninn niður í 3 stig. En Tindastólsmenn héldu haus og sigruðu að lokum með 9 stigum sem fyrr segir. Hjá Tindastól átti Ben Luber fínan leik þegar hann setti niður 26 stig og næstur honum var það Darrel Flake sem var með 18 stig. Hjá Njarðvíkingum var það Magnús þór Gunnarsson sem setti niður 21 stig og næstur honum var Logi Gunnarsson með 17 stig.  En það er greinilegt að Njarðvíkurliðinu vantar annan mann í teiginn með Friðriki Stefánssyni en liðið tók aðeins 31 frákast gegn 43 fráköstum Tindastóls. Einnig var vítanýting liðsins skelfileg  en hún rétt skreið í 50%

Tindastólsmenn halda þriðja sætinu  og eru nú jafnir KR að stigum en KR-ingar eiga leik til góða. Njarðvíkingar eru hinsvegar í 9 sæti með 4 stig eftir 5 umferðir og eiga á brattan að sækja í komandi leikjum . Slobodan Subasic spilaði ekki með Njarðvíkingum í kvöld þar sem hann er meiddur á hné.

Fréttir
- Auglýsing -