21:39
{mosimage}
(Ómar var að vonum ósáttur við fimmta ósigur ÍR í röð)
Karfan.is ræddi við Ómar Sævarsson og Loft Þór Einarsson eftir leik Breiðabliks og ÍR í Smáranum í kvöld. Blikar fóru með góðan 75-71 sigur af hólmi.
Ómar Sævarsson, ÍR, 19 stig og 23 fráköst
Það styttist alltaf í sigurinn og við viljum fleiri en einn sigurleik og stefnum áfram ótrauðir á fjórða sætið í úrslitakeppninni því við teljum okkur vera með sterkara lið en þetta en sprækir Blikar tóku okkur bara í kvöld. Ég sé það mjög illa utanfrá hvað nákvæmlega vantar hjá okkur en við erum að skora sárlega lítið og söknum greinilega Hreggviðar mjög mikið. Það er enn nokkuð langt í hann en við sjáum hann vonandi í þarnæsta leik. Hann er alveg 50% af okkar stigatöflu en sem betur fer er Eiríkur að bæta aðeins í núna. Við þurfum bara að setjast aðeins niður núna og finna hvað amar að og bæta okkur.
Loftur Þór Einarsson, Breiðablik, 3 stig og 5 fráköst
Við erum komnir á skrið, það er óhætt að segja það. Það er hrikalega gaman að spila á nýja gólfinu okkar og okkur leiddist ekki að vinna ríkjandi meistara Keflavíkur á dögunum. Þessi stig í síðustu tveimur leikjum eru okkur mjög mikilvæg því við ætlum okkur að halda sætinu í deildinni. Það er okkar fyrsta markmið og ég er ekkert farinn að gæla við neina úrslitakeppni. Við bara höldum okkar markmiðum og sjáum svo hvað setur.
{mosimage}
(Loftur Þór Einarsson)



