20:25
{mosimage}
(Arnar Freyr á sínum tíma með Keflavík)
Toppslagur Grindavíkur og KR í Iceland Express deild karla fer fram á fimmtudagskvöld og þar verður leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson fjarri góðu gamni en leikbann sem hann var dæmdur í tekur gildi á hádegi á fimmtudag.
Aganefnd KKÍ kom saman í dag og tók fyrir kæru á hendur Arnari Frey og dæmdi hann í eins leiks bann fyrir óprúðmannlega framkomu í leik UMFG og Þórs Akureyri sem fram fór síðasta sunnudag.
Fjarvera Arnars er töluverð blóðtaka fyrir Grindvíkinga sem mættu KR í svakalegum leik í úrslitum Poweradebikarsins þar sem Jason Dourisseau tryggði Vesturbæingum sigurinn með eftirminnilegu þriggja stiga skoti.



