spot_img
HomeFréttirKröfu Ármanns vísað frá

Kröfu Ármanns vísað frá

17:11
{mosimage}

(Frá leik Ármannskvenna í Laugardalshöll)

Dómstóll KKÍ hefur úrskurðað í máli Ármanns gegn Njarðvík og KKÍ vegna leiks sem fór fram í Njarðvík þann 11. október síðastliðin í 1. deild kvenna. Njarðvíkingar unnu leikinn 69-55.

Dómsorð dómstólsins voru eftirfarandi:

Kröfu Glímufélags Ármanns þess efnis að leikur Njarðvíkur og Ármanns í 1. deild kvenna þann 11. október 2008 verði dæmdur ógildur og leikinn að nýju er hafnað. Varakröfu Glímufélags Ármanns þess efnis að dómaranefnd verði beðin um að taka meira tillit til 1. deildar kvenna þegar raðað er niður dómurum á leiki er vísað frá.

Ármenningar voru afar óhressir með að tveir dómarar með C-réttindi skyldu dæma leikinn og er það m.a. grundvöllurinn í kæru Ármanns. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér: http://www.kki.is/skjol/urskurdur_3_2008.pdf  

www.kki.is

Mynd: Gunnhildur Erna

Fréttir
- Auglýsing -