spot_img
HomeFréttirÁkveðið að fá tvo útlendinga til Skallagríms

Ákveðið að fá tvo útlendinga til Skallagríms

20:07

{mosimage}

Hópur stuðningsfólks Skallagríms í körfuboltanum hefur ákveðið að standa að baki ráðningu tveggja erlendra leikmanna til félagsins. Hafsteinn Þórisson formaður stjórnar körfuknattleiksdeildar segir að nú verði farið að fullu í að útvega evrópska leikmenn til að styrkja Skallagrímsliðið sem allra fyrst. Hafsteinn segir að talvert sé af mönnum án samnings um þessar mundir, sem ekki kosti mikla peninga. Það séu bakvörður og miðherji sem Skallagrím vanti og annar þeirra verði væntanlega spilandi þjálfari, sem taki þá við þjálfuninni af þremur leikmönnum Skallagríms sem sinna henni eins og er. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Sem kunnugt er hefur Skallagrímsliðinu gengið mjög erfiðlega í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar, ungt og óreynt liðið tapað stórt. Mikið var fundað í Borgarnesi í gærkvöldi vegna stöðunnar, enda höfðu þrír leikmanna sagst ætla að hætta að spila með ef liðið yrði ekki styrkt. Hafsteinn sagði að einn lykilmanna, Þorsteinn Gunnlaugsson, hefði ákveðið að hætta að leika með Skallagrímsliðinu að óbreyttu en vonir stæðu til að hann kæmi til baka þegar búið væri að styrkja liðið. Hinir leikmennirnir ætla að halda áfram, en eins og staðan var orðin fyrir gærdaginn voru jafnvel taldar líkur á því að Skallagrímur myndi draga sig úr keppni í Iceland Express deildinni.

www.skessuhorn.is

Mynd: Svanur Steinarsson

Fréttir
- Auglýsing -