22:33
{mosimage}
Haukar unnu góðan sigur í kvöld í Iceland Express-deild kvenna þegar þær lögðu Fjölni að velli 71-60 í fimmtu umferð Iceland Express-deildar kvenna. Með sigrinum í kvöld eru Haukar í öðru sæti með átta stig en Hamar situr á toppi deilarinnar með 10 stig. Grindavík, Keflavík og Valur eru í 3.-5. sæti með 6 stig.
Eftir jafna byrjun þar sem liðin skiptust á körfum tóku Haukar frumkvæðið og byggðu upp góða forystu. Þær breyttu stöðunni úr 5-6 í 19-7 og voru komnar með þægilegt forskot. Þær héldu áfram að auka muninn út leikhlutann og leiddu 25-11 eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta voru Haukar sterkari og hleyptu Grafarvogsstúlkum aldrei inn í leikinn. Haukar pressuðu sem hafði töluverð áhrif á sóknarleik Fjölnis. Staðan í hálfleik var 42-25 Haukum í vil.
{mosimage}
Þriðji leikluti var svipaður tveim fyrstu þar sem Haukar voru sterkari aðilinn en þær náðu ekki að auka muninn og leiddu 57-41 þegar lokaleikhlutinn hófst.
Ef áhorfendur á leiknum héldu að fjórði leikhluti yrði aðeins formsatriði þá höfðu þeir sömu rangt fyrir sér. Fjölnisstúlkur komu sterkar til leiks og fóru að minnka muninn með góðri baráttu. Haukar áttu erfitt með að skora og þær bláu minnkuðu muninn jafnt og þétt.
Þegar tvær mínútur voru eftir var munurinn níu stig og Fjölnisstúlkur í ham. En nær komust þær ekki og Haukar héldu leikinn út og unnu 71-60.
{mosimage}
Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir stigahæst með 18 stig og Slavica Dimovska skoraði 15.
Hjá Fjölni var Ashley Bowman með 28 stig og Bergdís Ragnarsdóttir var næst henni með 8 stig.
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



