spot_img
HomeFréttirParker fór hamförum í fyrsta sigri Spurs

Parker fór hamförum í fyrsta sigri Spurs

12:30

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og má helst nefna að San Antonio Spurs unnu sinn fyrsta leik í vetur með risaframlagi frá  Tony Parker. Parker skoraði 55 stig í sigurleik gegn Minnesota Timberwolves sem réðist ekki fyrr en eftir 2 framlengingar.
Þá lögðu LA Lakers nágranna sína í Clippers að velli og hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína, líkt og Utah Jazz og Detroit Pistons sem unnu sína leiki  í nótt. Pistons voru án Allan Iversons en hann verður eflaust með liðinu á morgun. Þá má þess geta að Clippers hafa tapað fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni. Hér fylgja úrslit næturinnar:

Detroit 100 – Toronto 93

Phoenix 113 – Indiana 103

Philadelphia 83 – Miami 106

Charlotte 98 – New York 101

Boston 96 – Oklahoma City 83

Atlanta 87 – New Orleans 79

Chicago 93 – Cleveland 107

Washington 104 – Milwaukee 112

San Antonio 129 – Minnesota 125

Portland 96 – Utah 103

Memphis 95 – Sacramento 100

Denver 101 – Golden State 111

LA Clippers 88 – LA Lakers 106

ÞJ

Tölfræði leikjanna

Fréttir
- Auglýsing -