spot_img
HomeFréttirBenedikt: Ef munurinn er einhver kemur hann í ljós í kvöld!

Benedikt: Ef munurinn er einhver kemur hann í ljós í kvöld!

18:16
{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson)

Karfan.is náði tali af Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR í dag en nú eftir nokkrar mínútur hefst risaviðureign KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla. Það lið sem fer með sigur af hólmi í DHL-Höllinni í kvöld tekur toppsæti í deildinni enda bæði lið ósigruð þegar fimm umferðum er lokið.

Grindvíkingar koma í heimsókn núna í sjöttu umferð. Toppslagur í deildinni. Hver er þín tilfinning fyrir leiknum?
Alltaf góð tilfinning fyrir svona stórleikjum. Mér heyrist vera mikil stemning fyrir leiknum og ansi líklegt að það verði pakkað í DHL-höllinni.

Páll Axel hefur verið sjóðheitur undanfarið, leggur þú einhverja sérstaka áherslu á að halda honum í skefjum?

Paxel hefur verið að spila afburða vel og virðist njóta sín frábærlega í því umhverfi sem er í Grindavík í dag. Við þurfum að hafa hemil á honum, það er nokkuð ljóst. Það er samt fullt af öðrum mönnum sem geta skorað líka og því þarf að hafa gætur á ansi mörgum í kvöld. Grindavík er skipað mörgum leikmönnum sem geta skorað mikið.

Síðasti leikur liðanna var í Poweradeúrslitunum og hann var svakalegur. Eigum við von á öðrum eins leik?

Engin spurning. Leikurinn í Powerade var gríðarlega skemmtilega fyrir áhorfendur þar sem við Frikki leggjum báðir áherslu á skemmtileg og léttleikandi bolta þar sem tempóið er hátt.

Hver finnst þér vera helsti munurinn á þessum tveimur liðum, KR og UMFG?

Þetta er þau félög í dag sem eru með breiðasta hópinn í dag og hafa verið hvað mest sannfærandi hingað til. Ef það er einhver munur á þessum tveimur liðum þá á hann eftir að koma í ljós þegar þessi lið mætast.

Eru KR og UMFG auðsjáanlega þau lið sem munu á endanum berjast um titilinn í vor eða eru fleiri lið sem geta dansað með ykkur?

Þetta er alls ekki tveggja liða mót í mínum huga. Það munu fleiri lið gera tilkall til þess stóra ef þau hafa trú á því.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -