spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Sjöttu umferð lýkur í kvöld

Leikir dagsins: Sjöttu umferð lýkur í kvöld

10:25
{mosimage}

(Einar Árni og Blikar eru komnir á skrið en tekst þeim að leggja Snæfell?)

KR smellti sér eitt liða á topp Iceland Express deildar karla í gærkvöldi eftir spennusigur gegn Grindavík. Sjötta umferðin sem hófst í gær klárast í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast á slaginu 19:15. Botnlið Skallagríms freistar þess að ná í sinn fyrsta sigur þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn en Skallarnir urðu fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar Þorsteinn Gunnlaugsson sagði skilið við félagið.

Nýliðar Breiðabliks fá svo Snæfell í heimsókn í Smárann í kvöld en Blikar hafa unnið tvo síðustu leiki sína gegn ÍR og Íslandsmeisturum Keflavíkur. ÍR fær svo Tindastól í heimsókn í Seljaskóla.

Þá eru þrír leikir í 1. deild karla. Kl. 19:15 mætir Höttur í heimsókn í Vodafonehöllina og leikur gegn Valsmönnum. Suðurlandsslagur verður í Hveragerði þegar Hamar fær UMFH í heimsókn og Þór Þorlákshöfn tekur á móti KFÍ í Þorlákshöfn en báðir leikirnir á Suðurlandinu hefjast líka kl. 19:15.

Forkeppnin í Subwaybikar karla hefst líka í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Álftnesingum kl. 19:00 í Vestmannaeyjum.

[email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -